Stjórnarskráin er bara fín

Las hana á netinu og er mjög hrifin. Skömm að því að það þurfi allt þetta voðalega ástand til að hún sé lesin. Hún er einföld og skýr, en lögfræðingar geta örugglega þæft hana fram og aftur. Þar eru völd forsetans mikil og forsætisráðherra er aðeins hugsaður sem fundarstjóri ráðherranna. Alþingi fólksins er málið. 

Mér finnst alveg spurning hvers vegna þarf að henda henni og búa til nýja. Það þarf bara að túlka hana rétt og gæta þess að valdagírugir taki hana ekki í gíslingu. Vandinn er ekki stjórnarskráin - vandinn er flokksræðið hér á landi og hefðirnar sem hafa skapast á löngum tíma.

Ég las blog eftir Írisi nokkra (man ekki hvers dóttir) sem er lögfræðingur í BNA - hún er greinargóð. Mæli með hennar skrifum um stjórnarskrár almennt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband