Skyldi engan undra
21.1.2009 | 21:14
Það skyldi enginn vera hissa á því að sitjandi forsætisráðherra trúi því staðfastlega að hann einn, með Sjálfstæðisflokkinn á bak við sig, geti bjargað málum. Sjálfsmynd flokksins byggist á því að vera sá sem stýrir Íslandi. Þá sjaldan að hann er ekki við landsstjórnina er það bara stuttur hvíldartími þar til hann tekur í stjórnartaumana aftur. Svona hefur þetta verið svo langt sem ég man og þessi mynd sem flokkurinn hefur af sér er staðföst og óhagganleg.
Þar fyrir utan er það óbærilegt fyrir sitjandi ráðherra að missa allt út úr höndunum og sitja eftir í sögubókunum sem sá sem var við völd þegar stoðunum var kippt undan þjóðfélaginu. Og þurfa síðan að hrökklast frá völdum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.