Ginnungagap

Það kemur fram í dag þvílík gjá er á milli stjórnar og borgaranna. Í dag heyrðist mér forsætisráðherra vera að hóta okkur að ef við högum okkur ekki - og gefum þinginu ekki vinnufrið - þá verði hann að nota peningana sem við höfum fengið að láni til að borga fyrir skemmdirnar sem við völdum. Þarna talar hann við mótmælendur eins og óþekka krakka. Gerir hann sér enga grein fyrir því sem er að gerast?
Fréttir af misgjörðum, afglöpum, fjármálabraski og almennri vanhæfni er olía á eldinn. Stjórnin hagar sér eins og hópur álfa út úr hól - skilja ekkert hvernig stendur á þessu. Gjáin breikkar bara.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband