Landráð af gáleysi framið af atvinnupólitíkusum

Páll Skúlason heimspekingur var í viðtali við Önnu Maríu um daginn, tengill hér fyrir neðan. Þar hlustaði ég loksins á mann sem greindi stöðuna rétt. Hann notaði orðin landráð af gáleysi um það sem átti sér stað á nýliðnu ári. Þetta er mjög alvarleg niðurstaða. En gáleysið var framið af atvinnupólitíkusum!

Nú er sama fólkið sem framdi landráð að vinna hörðum höndum við að bjarga málum. Það má líta á það þannig að batnandi manni sé best að lifa og að þau sem stóðu í brúnni þegar Títanik æddi á ísjakann sé nú rétta fólkið til að standa að björgun. Það má líka líta þannig á að það sé vítavert og viðbótar óðs manns æði að hafa sama fólkið við stjórnina sem af gáleysi eða kunnáttuleysi gætti ekki að sér.

Ég heyrði forsætisráðherrann í gær leggja áherslu á að heimsástandið hafi orsakað bankahrunið - ekki gáleysi ríkisstjórnar og Seðlabanka. Ég er alveg viss um að þetta fólk er mjög meðvitað um hvernig íslandssagan mun fjalla um þau. Þau eru öll atvinnupólitíkusar með annað augað á ferilskrá sinni og þessar hörmungar Íslands verða eins og myllusteinn um hálsinn á þeim. Ég er þess fullviss að þau eru ekki síst að bjarga eigin skinni og munu ekki láta flæma sig burt með skottið á milli lappanna fyrr en í fulla hnefana. Við kjósum í vor trúi ég - það verður athyglisvert að fylgjast með því hvernig þau munu öll reyna að bjarga pólitísku mannorði sínu fram að þeim tíma. Og þau eru nú að vinna að því að skrifa söguna sér í hag. Þess vegna var ómetanlegt að fá þessa skýru greiningu frá Páli Skúlasyni, hafi hann þökk fyrir.

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4454024/2008/12/28/ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband