Forréttindastétt þrífst ekki til lengdar - vona ég
19.12.2008 | 14:15
Pétur Gunnarsson rithöfundur skrifar í Moggann í dag pistilinn Gullöldin.
Hér segir hann: "En því miður, fjármálaumsvifin voru meiri en mjóar herðar þjóðarinnar gátu borið. Og lærdómurinn nú sem fyrr: Ísland ber ekki forréttindastétt. »Best að hafa enga.« Þetta er vert að hafa í huga nú þegar reisa skal úr rústum. Valið stendur um samfélag jafnaðar eða áframhaldandi klúður ad infinitum(endalaust) eða öllu heldur ad nauseam (svo mann klígjar við)"
Þetta er athyglisverð niðurstaða. Við erum of fámenn til að bera forréttindastétt - ég held að þetta sé rétt. Til að yfirstétt getir hreiðrað um sig þarf fleira fólk og meiri fjarlægð á milli manna heldur en við verður komið í þessu samfélagi. Eða hún verður að koma utanfrá - eins og Danir gerðu. Ég man að móðir mín sagði frá því að á Ísafirði þegar hún var ung hafi fólk talað dönsku á sunnudögum, þegar fólk klæddi sig upp og fór í kirkju. Þessir guttar sem reyndu að búa sér til yfirstétt hér höfðu enga menningu á bakvið sig - fjármálatungumál er ekki menning - en margir óbreyttir íslendingar reyndu að tala fjármál á tyllidögum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.