Brjóstvitið

Hversu algengt skyldi það vera að vísindalegar rannsóknir séu álitnar vera heilagur sannleikur. Það er oft sem niðurstöður dagsins í dag eru teknar sem hinn eini rétti sannleikur - nokkru seinna er einhver allt annar sannleikur orðinn til. Skelfilega þreytandi þegar verið er að hamra á - og auglýsa - til dæmis vörutegundir sem einn daginn eru lífsnauðsynlegar en verða síðan lífshættulegar, alla vega óhollar. Það er allt of lítið tekið mark á brjóstviti fólks, allir foreldrar vita að það hefur aldrei verið nóg að setja bara nægilega hlýjar húfur á börnin og senda þau út í kuldann. Ég er ein af þeim sem hefur alltaf verið illa við höfuðföt af mörgum ástæðum, mér hefur aldrei orðið meint af því að vera berhöfðuð. En blautir og kaldir fætur eru annað mál - endilega rannsaka það.
mbl.is Höfuðið saklaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband