Frelsi fuglsins

Nú eru tveir dagar síðan kötturinn FLosi lést og Tumi virðist vera búinn að átta sig á því að hann er frjáls. Hann flaug í fyrsta sinn niður á gólf áðan, fram að þessu hefur hann haft auga með kettinum og aðeins sest þar sem hann taldi sig öruggan.  Nú vappaði hann um á gólfinu í leit að einhverju til að tæta og fann inniskóna mína, með mér um borð. Hann gerir ekki greinarmun á gúmmíbotnum og tám sem gerir það að verkum að ég er á flótta undan þessari smáu en hraðskreiðu veru. Nú þarf hann ekki að vara sig á kettinum lengur.

Svo er ólýsanlega fyndið að sjá hann taka dans-syrpuna á sófaborðinu fyrir framan spegilinn, þetta er greinilega þjóðdans þessarar fuglategundar og er tekin gríðarlega alvarlega. Lítil valhopp með tilheyrandi pípi og síðan er pósað fyrir framan spegilinn og þetta er endurtekið hvað eftir annað. Dásamlegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband