Eru þeir ósakhæfir?
30.11.2008 | 12:26
Í öllu þessu fári sem við erum nú að fara í gegnum - leitin að sökudólgum þar á meðal - er málið kannski of einfalt og of hallærislegt. Reynslu- og kunnáttuleysi, barnaskapur. Bankarnir seldir án kunnáttu. Útrásin svokallaða farin af reynslulausum mönnum. Almenningur steypti sér í skuldir í þeirri óraunhæfu von að allt mundi bara verða að gulli - hókus pókus eins og í ævintýrunum, það ævintýri hófst með DeCode. Síðan var ekki tekið mark á aðsteðjandi vanda í fjármálaheiminum vegna kunnáttuleysis og þar fram eftir götunum. Og nú er sama fólkið að reyna að bjarga því sem bjarga verður. Kannski verður til þekking og kunnátta úr þessu öllu saman. En á meðan virðist íslenska þjóðin vera að vakna upp og uppgötva krafta sína. Það verður kannski ávinningurinn til lengri tíma litið. Við erum þá á leið að verða fullorðin. En ef þetta eru afglöp barnaskapar þá vaknar spurningin; eru gerendurnir í þessum málum þá ósakhæfir? Ég er sannfærð um að þeir steyptu þjóð sinni ekki í þetta tjón af ásetningi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.