Alveg skaðlausir íslendingar

Ég var að tala við vinkonu mína í dag um gang mála í kreppunni. Mér datt í hug þessi viðteknu sannindi sem íslendingar hafa stært sig af - við erum herlaus og friðsöm smáþjóð sem byggir harðbýlt land og erum aðallega í því að vera skemmtilega skrítin. Rosalega artý og uppátækjasöm en alveg laus við að ógna einum eða neinum.  Jæja - þá er sú mýta dauð. Við erum svakalegir skaðvaldar, okkur sjálfum og öðrum sem ákváðu að treysta þessari skringilegu íslendingum fyrir aleigu sinni.

Það verður öðruvísi mynd og sjálfsmynd sem verður til upp úr þessu hruni - og það er óskaplega mikilvægt að vanda þá uppbyggingu.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband