Útifundur númer tvö hjá mér

Þessi var mun fjölmennari en sá fyrsti sem ég sótti. Nú er eins og þokunni sé að lyfta dálítið - línur að skýrast - sem sagt burt með gamla liðið úr stofnunum landsins. Kunningjapólitíkin er ekkert annað en spilling, en það verður flókið að raða upp nýju liði - það eru allir svo tengdir í þessu örríki. En það er ljóst að nýjir tímar gera kröfu um nýjan kven/mannafla - burtséð frá því að það verður að komast að því hver ber ábyrgð á hverju. Það mun hins vegar taka tíma - og við höfum ekki tíma. Og það verður að vera faglega fær kven/mannskapur sem tekur við - ekki flokkshollir jámenn/konur. 

En að öðru. Mér sýnist að hamingjusamasti maður á jörðinni um þessar mundir sé Bush nokkur, fráfarandi forseti Bandaríkjanna. Loksins eygir hann þann tíma að hann getur snúið heim á búgarðinn sinn og haldið áfram að höggva í eldinn með kúrekahattinn sinn og í stígvélunum og skreppa síðan í golf með pabba. Þó að ég þurfi alltaf að setja á "mute" þegar honum bregður fyrir á skjánum því að ég þoli ekki að hlusta á hann - þá hefur mér alltaf fundist hann aðeins vera talsmaður aflanna sem á bak við hann bauka. Gott og vel - hann segist bara hlusta á rödd Guðs þegar hann er að taka ákvarðanir - en ég er viss um að raddir neo-con-anna slæðast með. Segir ekki einhversstaðar:  maðurinn býr til þann guð sem hann þarf á að halda til að styða sinn málstað.      


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband