Það er allt hægt!
5.11.2008 | 08:57
Þegar ég fór í háttinn í nótt voru komnar vísbendingar um að Barak Obama mundi verða nýr forseti bandaríkjanna. Nú er það orðið. Í gegnum hugann renna myndir frá unglingsárum mínum þegar hryllilegar myndir af kúgun og endalausri niðurlægingu og ofbeldi gegn blökkumönnum í bandaríkjunumvar var nær því daglegt brauð. Fyrir unga manneskju var þetta óskiljanlegt og hræðilegt. Í dag er ég full af bjartsýni og von - það er allt hægt!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.