Ætla líka í Iðnó í kvöld

Fór á Austurvöll á laugardaginn en það var fámennt og dauft. Það varð einhver misskilningur með tímasetningu og annað sem er alveg í takt við andlegt ástand þjóðarinnar finnst mér. Allir enn í rugli með hvað er í raun að gerast. Mér finnst við sitja á eldfjalli sem er um það bil að fara að gjósa - en ekki vitað hvenær né hvernig það fer. Síðan hlustaði ég á útvarpsþátt á BBC af fasistahreyfingu Svartstakka í Bretlandi á millistríðsárunum og um mig fór hrollur. Í atvinnuleysinu myndaðist jarðvegur fyrir hatur og reiði sem birtist í fasismanum. Hvernig er hægt að fyrirbyggja að slíkt gerist hér þegar atvinnuleysið fer að bíta?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband