Þjálfun hvað?

Það verður að segjast eins og er að þjálfunin á Tuma er ekki alveg að gera sig. Eins og mig grunaði reyndar var þessi rándýri þjálfunarpakki frá útlöndum ætlaður mér - ekki fuglinum. Það er ég sem er agalaus og nenni ekki að setja mig í stellingar til að fá fuglinn til að sitja og standa eftir mínu höfði. Gruna mig líka um að finnast of gaman að uppátækjum hans um leið og ég fæ ástæðu til að stökkva upp á nef mér þegar hann hlýðir ekki - eða gerir eitthvað outragious eins og að pilla takkana af lyklaborðinu og fljúga með þá í burt. Svo kann hann ekki að skammast sín - þetta litla fiðraða fyrirbæri ýfir sig bara og ybbir gogg þegar ég er að rífa af honum fjarstýringuna áður en hann nær að pilla takkana af. Hann er algjörlega takka - og græjuóður.

 

Hér er hann á kafi í hárinu á HF og hótar að fljúga á myndavélina.  DSCF0134


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband