Stjórnvöld eru ekki fórnarlömb
25.10.2008 | 14:37
Ég finn að ég er ekki tilbúin að samþykkja að stjórnvöld - þar með talið það lið sem stýrði bankamálum hér - fái að skilgreina sig sem fórnarlömb þeirra hremminga sem nú ganga yfir. Mér var kennt að til að geta kært glæp þarf að vera til skilgreint fórnarlamb glæpsins. Ef landstjórnendur hér fá það samþykkt að þau séu líka fórnarlömb - rétt eins og þeir sem höfðu enga aðkomu að stórn mála - þá er ekki hægt að gera þau ábyrg. Staðreyndin er sú að þau höfðu vitneskju um hvert stefndi - en völdu að gera ekkert til að grípa inn í né vara okkur við - þvert á móti var eilíft verið að segja okkur hversu gott allt væri hér. Nú líður mér eins og ég hafi verið höfð að fífli.
Ég er sem sagt að taka ákvörðun um að fara niður á Austurvöll í dag - hef mætt þar af minna tilefni en þessu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.