Fuglalíf
14.7.2008 | 22:30
Það skemmtilegsta sem Tumi veit er að tæta eitthvað niður. Mitt hlutverk er að finna eitthvað nýtt fyrir hann að spreyta sig á. Nú er í uppáhaldi hjá honum að ráða niðurlögum Nicorett tyggjó-umbúða. Af mikilli vandvirkni fjarlægir hann allan álpappír fyrst í smáögnum - síðan gatar hann plastið allt - öll 15 hólfin. Loks bitar hann það sem eftir er niður í örður. Einbeitingin er algjör. Stundum missir hann umbúðirnar úr klónum og þarf að sækja það - sem er vandasamt því að það er flókið að halda á því í gogginum og klifra upp í grindina án þess að stíga í það. Ég er oft í hláturskasti við að fylgjast með aðförunum. Hér er hann reyndar að naga eplabita í kvöldsólinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.