Miðbærinn

Mér skilst að dómsmálaráðherra vilji Héraðsdóm af Torginu. Alveg er ég sammála því. Það er þungi og skuggi yfir þessu húsi sem gæti skýrst af starfseminni sem þar fer fram - og á ekki heima í miðbænum - ekki frekar en mér fyndist frystihús eiga heima í miðbænum. Vona bara að einhver bankinn setjist ekki að í húsinu. Í leiðinni má flytja starfsemi hegningarhússins á Skólavörðustíg annað - það hlýtur að vera viðbótar hegning að verða sífellt var við lífið fyrir utan fangelsisveggina. Nú er bleika húsið við Torgið orðið svart - ég hélt að þetta ljóta hús ætti að hverfa í nýju skipulagi en er nú hætt að reyna að fylgjast með breytingunum á skipulagi miðbæjarins.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband