Loksins er það komið

Jæja - þá er það komið. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur (loksins) sameinast um að kynferðisofbeldi sé:  "a tactic of war to humiliate, dominate, instil fear in, disperse and/or forcibly relocate civilian members of a community or ethnic group". 

Markmiðið með nauðgun á hversdagslegri vígvelli er sá sami, "nauðgun er aðferð til að niðurlægja, ráða yfir, ógna, tvístra og flæma fólk úr sínu fyrra lífi eða umhverfi". Nauðgun er mjög áhrifaríkur ofbeldisglæpur en nauðgun er ekki "sálarmorð" eins og fólki er tamt að kalla það. Það er óþarflega dramatískt og gefur til kynna að konum sé ekki afturkvæmt eftir að verða fyrir kynferðisglæpum. Það er alrangt. Ef konur fá viðunandi viðmót og stuðning til að vinna úr afleiðingum ofbeldisins standa þær enn sterkari eftir en áður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband