Ergilegt

Get ekki orða bundist ég er svo pirruð. Ég verð að fá mér nýjan ísskáp - það kostar næstum eins mikið að gera við þann gamla eins og að fá nýjan. Nú nú - sá gamli var fínn því að hann var með frystihólfið neðst og aðgengi að kælihlutanum var gott. Nú bregður svo við að öll tækin sem ég hef náð að skoða eru með frystihólfin efst - þar með fer aðgengilegasti hluti skápsins fyrir lítið því að frystihólfið er sjaldnast notað. Þegar ég spurði starfsmenn hvernig stæði á þessu var fátt um svör - einn hafði þó orð á því sem mér finnst augljóst. Hann hló og sagði; "konurnar segja að það sé vegna þess að karlar hanna þessi tæki". Mér var ekki skemmt.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Dóra mín, er að ranka við mér eftir  vikufrí og farin  að  lesa blogg, ekki blogga.  Elska geðvonskuna þína- nú eru það sumsé  ísskápar!  Alveg sammála búðarmanninum, við eigum að hanna okkar  eldhúsgræjur sjálfar. Óþolandi að vinnuaðstaða okkar beri vitni um að hönnuðir séu að hanna  hluti sem  þeir  ætla ekki að nota  sjálfir.  Var að hanna eldhúsgarð, dásamlegan  í  réttri hæð.  Getur verið  að ég myndi  hann einn  daginn og bloggi um hann, nú eða  sýni þér hann.

Vinkona þín.

Álfhóll, 21.6.2008 kl. 19:25

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Gott að heyra í þér mín kæra. Endilega deila eldhúsgarðinum! Ekki vera nísk.

Halldóra Halldórsdóttir, 21.6.2008 kl. 19:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband