París

Það er nú kanski klisja en ég segi það samt - París er dásamleg borg. Ég heimsótti hana í fyrsta sinn nýlega og ég ætla að fara aftur einhverntíma. Bara að ganga um göturnar og sötra gott kaffi á gangstéttinni og horfa á mannlífið. Það stöðvaði mig miðaldra kona, sagðist vera frá Bandaríkjunum og væri í alvarlegum fjárkröggum. Hún væri peningalaus með hótelreikning upp á nokkur hundruð Evrur og hefði ekkert borðað. Hún var með tárin í augunum þegar hún bað mig um peninga. Ég sagði nei. Síðar sagði mér þrautreyndur borgarbúi að við þessar aðstæður ætti fólk að snúa sér að sínu sendiráði í stað þess að betla. Þetta væri dæmigert fyrir fólk í neyslu. Sennilega rétt, en hvað veit ég.

Ég fann dásamlega búð - þar fann ég brauðristina sem ég hef alltaf vitað að væri til einhversstaðar. Hún er túrkisblá með röndum í regnbogans litum. Og þar fann ég líka fyndna gjöf handa dótturinni sem ég fjölyrði ekki um nánar ef hún skyldi lesa þetta. Á bökkum Signu voru listamenn að selja verk sín, þar fann ég húmorískar smámyndir af París sem ég féll fyrir og er nú að leita að vegg hjá mér sem fer þeim vel. 

Myndavélin mín varð ónýt í miðri ferðinni en ég náði nokkrum myndum.

Út um gluggann á hótelherberginu100_0331

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband