Fuglapössun
9.4.2008 | 23:31
Nú er sá græni kominn í pössun hjá systur minni og mági. Hann var fluttur í búrinu með pompi og prakt í aftursætinu við hliðina á 15 ára frænda sem finnst Tumi frábærlega fyndinn. Enda er hann það - við erum búin að vera að æfa "halló Tumi" og mjálm í dag og honum fer mjög hratt fram í tali. Fregnaði af honum í kvöld og hann leikur við hvurn sinn fingur hjá þeim. Ekkert að láta breytingarnar trufla sig - sem er frábært því það eru allar líkur á því að hann fari reglulega í pössun hjá þeim.
Flosi er feginn að hafa heimilið út af fyrir sig aftur - og kattarheilinn leyfir honum ekki að skilja að þetta er tímabundið frí frá skrækjunum sem vekja hann upp af værum blundi.
Athugasemdir
Til hamingju með dóttluna þína,
góða ferð út
bestu kveðjur
afmælisnördinn
día (IP-tala skráð) 10.4.2008 kl. 18:52
Góða ferð Dóra mín. Viðraðu þig nú almennilega þannig að við fáum þig til baka fríska og uppveðraða........
Guðrún
Álfhóll, 11.4.2008 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.