Ábyrgðin endalausa

Alveg er þetta með ólíkindum. Sá auglýsingu á Sky News rétt í þessu. Þar er verið að vara við því að tala í síma undir stýri. En auglýsingin er þannig  að hann er í bílnum að keyra - hún hringir í hann og spyr "hvernig gekk elskan" - í því lendir hann í árekstri. Á meðan hún er að átta sig á því hvað hefur gerst segir karlmannsrödd "svona gerist þegar þú hringir í hann á meðan hann er að keyra"!  Sem sagt það er á hennar ábyrgð að að hann lendir í árekstri. Hún á sennilega að eiga að hafa séð í gegnum holt og hæðir - það er ekki ætlast til þess að hann hafi rænu á að sleppa því að svara.    

"Sometimes I think the surest sign that intelligent life exists elsewhere in the universe is that none of it has tried to contact us.

Bill Watterson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón H Finnbogason

Þetta er eins og koma af sér skömminni.

Guðjón H Finnbogason, 5.2.2008 kl. 13:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband