Ábyrgðin endalausa
5.2.2008 | 00:40
Alveg er þetta með ólíkindum. Sá auglýsingu á Sky News rétt í þessu. Þar er verið að vara við því að tala í síma undir stýri. En auglýsingin er þannig að hann er í bílnum að keyra - hún hringir í hann og spyr "hvernig gekk elskan" - í því lendir hann í árekstri. Á meðan hún er að átta sig á því hvað hefur gerst segir karlmannsrödd "svona gerist þegar þú hringir í hann á meðan hann er að keyra"! Sem sagt það er á hennar ábyrgð að að hann lendir í árekstri. Hún á sennilega að eiga að hafa séð í gegnum holt og hæðir - það er ekki ætlast til þess að hann hafi rænu á að sleppa því að svara.
"Sometimes I think the surest sign that intelligent life exists elsewhere in the universe is that none of it has tried to contact us.
Bill Watterson
Athugasemdir
Þetta er eins og koma af sér skömminni.
Guðjón H Finnbogason, 5.2.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.