Pottakarlar - taka tvö

Aftur stödd í heita pottinum í friði og ró.
Upphefst þá hávært samtal tveggja eldri karla sem sitja andspænis hver öðrum - eins langt frá hver öðrum og þeir komast. Það voru ekki fleiri en við þrjú í pottinum.
"Það er aldeilis þetta með FL group - bara milljarða tap" - hrópar annar.
"Og lífeyrissjóðirnir tapa milljónum á þessu" - kallar hinn á móti.
Ég ákvað að sitja ekki undir þessu þegjandi og segi, "er ekki þjóðráð að þið sitjið hlið við hlið í þessu samtali? Bara upp á rólegheitin". Passaði mig á að vera prúð.
"Nú - það er bara sona" segir annar snúðugt eftir smáþögn. Hann ætlaði að halda áfram að kalla yfir pottinn en hinn sagði þá "suss suss, við höfum of hátt". Þeir fluttu sig og settust hlið við hlið og héldu áfram sínu tali.

Allt annað líf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

hahaha gott hjá þér, ég kalla þetta alltaf MANNATAL og það er sérstaklega áhugavert því samræðurnar byrja yfirleitt á "blessaður meistari" eða eitthvað álíka. 

 Sama segi ég þegi fólk er að tala í farsíma á almannafæri, maður heyrir allt og öll landamæri eru brotin.  Mjög óþægilegt. 

Garún, 6.12.2007 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband