Línurnar skýrast óðum

Ég man vel eftir því þegar bankarnir voru að selja þjóðinni hugmyndina um að húsnæðislánin væru miklu betur komin í höndum þeirra heldur en Íbúðalánasjóðs - það var 2004 minnir mig. Svo væri líka svo óréttlátt að meina þeim að bjóða landanum miklu betri lán á miklu betri kjörum heldur en ríkið væri að bjóða. Einmitt. Svo væri samkeppnin á milli bankanna svo miklu heilbrigðari heldur en einokun ríkisins. Einmitt.

Stjórnmálamenn og konur þurfa nú að eflast og styrkjast á öllum sviðum - nú eru línurnar á milli nýju peningaveldanna annars vegar og kjörinna fulltrúa fólksins hins vegar óðum að skýrast. Stjórnmálamenn þurfa í vaxandi mæli að vera vakandi og standa vörð um réttindi okkar andspænis peningaöflum, bönkum og fyrirtækjum, sem hafa eingöngu skyldur gagnvart hluthöfum sinum og eigendum.

Annað - við krefjumst stöðugt ódýrari vöru og þjónustu en þær kröfur hljóta að hafa í för með sér lélegri vörur og lélegri þjónustu. Liggur í augum uppi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband