Plokkfiskur í Karabíska hafinu
26.10.2007 | 21:10
Skemmtileg saga. Þannig var að á afmælisdegi Sameinuðu þjóðanna í vikunni var haldin matarveisla í húsi SÞ á Barbados. Þar komu allir starfsmenn í vinnuna með einn rétt frá sínu landi. HF ákvað að útbúa plokkfisk. Eftir mikla rannsóknarvinnu á hvaða fiskitegund gæti nýst í réttinn - en þar er engan þorsk eða ýsu að fá - valdi hún það sem kallast "white fish" hjá heimamönnum. Það er skemmst frá því að segja að plokkfiskurinn fékk gríðarlega góða dóma - nú kunna allri starfsmenn SÞ á Barbados að segja "plokkfiskur" og kunna sennilega að elda hann líka. Upplagið kláraðist alveg. Það eru mörg andlitin á íslenskri útrás.
Sometimes you just have to take the leap, and build your wings on the way down.
Kobi Yamada
We should take care not to make the intellect our god; it has, of course, powerful muscles, but no personality.
Einstein
Athugasemdir
skemmtilegt.
hlakka til að heyra meira á morgun.
kv. Día
dia (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.