Upphafið

Í ljósi umræðunnar um OR og REI og það allt er hér innsýn í upphafið á Hitaveitu Reykjavíkur. Fréttir úr Politiken frá 1939 þegar afi minn, Pétur Halldórsson barðist fyrir því fyrir hönd borgarinnar að fá lán til að koma Hitaveitunni á fót.

Borgarstjórinn frá Reykjavík - draumur hans er nú orðinn að veruleika.
Þegar samningurinn á milli Reykjavíkurbæjar og verkfræðifyrirtækisins Hojgaard og Schultz var undirritaður í gær var einn maður sem var eins glaður og maður getur orðið þegar margra ára draumur verður að veruleika - sérstaklega þegar sá maður hefur fórnað miklum tíma og kröftum til að það geti orðið. Þetta var borgarstjóri Reykjavíkur, Pétur Halldórsson, mikill persónuleiki og er viðurkenndur mikilhæfur stjórnandi, og þar að auki glæsilegur maður með góða kímnigáfu og þægilegt blik í augum. Undanfarið hálft ár hefur hann átt í sársaukafullri sjúkralegu með mikilli þolinmæði en hann reis af sjúkrabeði fullur lífs- og starfskröftum til að ljúka við samninga um að hita Reykjavík upp með jarðvarma. Og það tókst til handa bænum hans og er fagur vitnisburður um hvað getur komið út úr góðri dansk-íslenskri samvinnu.

Politiken 16. júní 1939.

Samningurinn um jarðhita fyrir Reykjavík undirritaður.
Einstök framkvæmd hefst sem fyrst.
Samningurinn milli verkfræðifyritækisins Hojgaard & Schultz og Reykjavíkurbæjar um útfærslu á leiðslukerfi til flutnings á heitu vatni til Reykjavíkur frá jarðvarmasvæði var undirritaður í gær. Hin hátíðlega undirritun fór fram hjá Nimb, Knud Hojgaard, borgarstjóri Reykjavíkur Pétur Halldórsson og ríkisverkfræðingurinn Bjornsson undirrituðu samninginn.
Danska verkfræðifyrirtækið hefst nú handa við að útfæra verkið sem fyrst og stendur til að því verði lokið í lok árs 1940. Leiðslukerfið mun kosta 7 milljónir króna og ríkið hefur gefi leyfi til að verði sett upp útflutningskredit. Verkið verður unnið á reikning Reykjavíkurbæjar en íslenska ríkið tryggir lánið sem verður greitt til baka á átta árum.
Þegar þessu mikla verki lýkur, sem er einstakt í veröldinni, reiknar Ísland með að spara um 1 milljón krónur á ári í kolainnflutningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband