Ofvirkt samfélag
13.10.2007 | 18:09
Á vefriti Egils Helgasonar veltir hann því upp hvort íslenska hagkerfið sé ofvirkt;
"Til að einfalda þetta aðeins má segja að spurningin sé hvort íslenska hagkerfið sé ofvirkt og verði það áfram. Það er að minnsta kosti vandséð að til sé 300 þúsund manna hópur fólks í heiminum sem hefur jafnmikil umsvif".
Þýsk vinkona mín sem hefur verið með annan fótinn hér í tuttugu ár og hefur fylgst með íslendingum og okkar samfélagi hlær mikið þegar ég er að segja henni fréttir héðan - hún mundi svara þessu játandi. Ekki aðeins hagkerfið heldur er allt tempóið hér með ólíkindum. Ég var að segja henni að leitin eftir smiði sé afar erfið - það séu allir smiðir svo uppteknir núna. Hún skellti uppúr og sagðist hafa heyrt þetta frá íslendingum í tuttugu ár.
Einkadóttirin HF, (sem er eina Háeffið sem ég á einhvern hlut í) og sem er að störfum á annarri lítilli eyju með svipuðum íbúafjölda, tekur líka undir þetta. Samanburðurinn á þessum eyjaskeggjum er áhugaverður - þar sem hún starfar gerist ekkert! (hennar reynsla). Það fer ómæld vinna í að virkja fólk og ýta á eftir verkefnum - vikum og mánuðum saman með endalausum samtölum, símtölum og tölvupóstum en engum árangi. Hér er virknin svo mikil og atburðarásin svo hröð að ef ég lít af fréttunum í nokkra daga er komið allt annað landslag og ég búin að missa af einhverju voðalega mikilvægu í samfélaginu.
Nothing is more common than for great thieves to ride in triumph when small ones are punished.
Seneca B.C. 3-65 A.D.
Democracy is a device that insures we shall be governed no better than we deserve.
George Bernard Shaw
Athugasemdir
Sammála þér, það eru svaka læti og sprikl alltaf hreint í okkur Íslendingum. Góð færsla hjá þér
Thelma Ásdísardóttir, 14.10.2007 kl. 12:06
Gaman ad fylgjast med blogginu tinu hedan fra Kolkata. Her er folk ekki mikid ad flyta ser. Eg er buin ad laera ad 5 minutur er ca 30 minutur og 2 klst. heil vika. Eg virkilega legg mig fram um ad skilja tetta. Kona hringir nidur i mottoku og bidur um handklaedi og tad telst vera gott ad fa tad 2 dogum sidar. Hugsanlega slaevir hitinn vitund folks. Eg held afram ad fylgjast med ter, Dora min!
Guðbjörg Jónsdóttir, 17.10.2007 kl. 10:21
Alveg líklegt að loftslagið hafi áhrif á hegðun fólks og þar með samfélagið - við höfum í margar aldir orðið að vinna okkur til hita.
Halldóra Halldórsdóttir, 17.10.2007 kl. 17:03
Dóra mín. Mér henta ekki þessi skrif þín um samfélag þar sem hlutirnir gerast. Kemur eitthvað óþægilega nálægt þínum nánustu samstarfskonum - Bestu kveðjur. Konan í næsta herbergi.
Álfhóll, 23.10.2007 kl. 14:40
Oó! Skrifa þetta á aldurinn (alltaf gott skjól) sem færist óðum yfir suma í næstu herbergjum við þig Guðrún.
Halldóra Halldórsdóttir, 23.10.2007 kl. 14:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.