Endurtekið efni
8.10.2007 | 13:51
Þetta skrifaði ég á bloggið í apríl síðastliðnum - finnst ástæða til að birta það aftur.
Það eru til heimildir fyrir því að þegar Endeavour, skip James Cook, kom að ströndum Ástralíu árið 1770, þá tóku frumbyggjarnir ekki eftir skipinu. Það var ekki fyrr en skipið var lagst við akkeri og áhöfnin fór um borð í smábát sem var af svipaðri stærð og fiskibátar heimamanna að frumbyggjarnir tóku eftir þeim. Endeavour var 400 tonn, 33 metra langt, þriggja mastra seglskip. Það er erfitt að ímynda sér að enginn á ströndinni hafi tekið eftir því. En þetta fyrirbæri hefur verið staðfest með nýjum rannsóknum á skynjun mannsins. Við horfum ekki á heiminn með augunum. Hugurinn er eins og sía, hann ber saman mynstur og endurbyggir sjón okkar eftir þessum mynstrum. Þegar við stöndum frammi fyrir einhverju þar sem ekkert mynstur er fyrir hendi í fórum hugans þá gerist það oftast að hugurinn einfaldlega nemur ekki það sem er fyrir framan augun á okkur.
Þessi frásögn kom í huga minn þegar ég hugsaði um þann skilningsskort sem oft verður vart á milli kynjanna. Oft er eins og þeir sem ráðast með alefli á málaflutning feminista séu að lýsa stöðu sinni eins og frumbyggjarnir á ströndinni í árdaga. Þeir hreinlega sjá ekki ný form, því að í þeirra heimi er ekkert svona lagað til. En þá er bara að halda áfram að ræða saman - koma með sín sjónarmið og hlusta á málaflutning annarra. Á endanum fer risastórt skipið að birtast.
Athugasemdir
góða kvöldið,
maður rétt bregður sé frá í tvo þrjá daga þar sem vinkona mín bloggarinn bloggar nú ekki daglega og eiginlega bara þegar henni dettur í hug og sjá hvað gerist næst þegar maður kíkir við bara allt fullt af færslum.
Alltaf gaman að lesa hjá þér Dóra mín.
kv. Día
dia (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 21:54
Já það er eins gott að fylgjast vel með - annars missir maður bara af. Og það er alveg óþolandi að missa af, ekki satt? Annars var ég að tala við HF á Skypinu - hún er að bóka jólaflugið. Kemur 20 des og verður í tvær vikur. Óskapleg tilhlökkun á þessum bæ!
Halldóra Halldórsdóttir, 8.10.2007 kl. 22:08
en gaman, spurning hvort þú eigir samt nokkuð að vera að segja Rauð það strax, stressar það hann ekki bara þannig að fjölskyldulífið verður undirlagt fram í des?
Annað sem ég gleymdi áðan, ég varð bullandi afbrýðissöm þegar ég las um handverkssýninguna sem þið systur kíktuð á því ég hafði einmitt ætlað mér á hana en steingleymdi henni !! hefði nú reyndar sennilega ekki komið henni að þessa helgi hvort sem var en dem, fannst kynningingarbæklingurinn svo spennandi sem ég fékk hingað heim og mikið af fallegri list.
hlakka til að sjá töskuna
kv. Día sem ætti að vera að læra en hangi bara á netinu...!
dia (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 22:42
Sael, Dora min!
Gaman ad lesa um skipid og skynjun okkar mannfolksins. Tad er ekki skrytid ad vid kynin rekumst a hvort annad annad slagid. En mikid fjandi sem hitt kynid ser nu illa a stundum, ha
Guðbjörg Jónsdóttir, 11.10.2007 kl. 13:44
Alveg sammála. Um daginn tók ég eftir mjög skrítnum hlut, ég hafði verið á fullu að skrifa næstum heilan dag og var búin að vera að einbeita mér lengi og með hugann ekki á hið daglega líf. Seint um síðir stóð ég upp frá tölvunni og gekk útí garð, það var myrkur og ég dróg að mér andann og opnaði augun. Ég fríkaði næstum út, á grasflötinni fyrir framan mig dönsuðu einhverskonar norðurljós en bara í öllum litum. Þetta var svo nálægt mér að ég rétti út hendina til að reyna að snerta þetta áður en ég nuddaði augun af vantrú.. Þetta varði í svona nokkrar sekúndur en dofnaði svo....nú fer ég út á hverju kvöldi til að reyna að sjá þetta aftur...Þetta með að sjá ekki það sem maður þekkir ekki fyrr en maður þekkir það finnst mér mjög áhugavert. Það er ekki nóg að opna augun, maður þarf að opna hugann..
Garún, 11.10.2007 kl. 23:09
Já ég hef heyrt að hugurinn (heilinn) sé meira eins og sía - er að allega í því að sía í burtu þau áreyti eða þá skynjun sem er ekki alveg nauðsynleg í daglegu lífi. Gefur manni hugmyndir um allt það sem maður er EKKI að sjá/heyra.
Halldóra Halldórsdóttir, 11.10.2007 kl. 23:18
Dóra mín, líka góð lýsing á viðbrögðum fólks við kynferðisofbeldi. Þú sérð ekki það sem þú hefur ekki hugmyndaflug í..... Svona í fríinu mínu á laugardagsmorgni þar sem ég ætlaði síðast af öllu að hugsa um vinnu. Góða helgi.
Vinkona þín
Álfhóll, 13.10.2007 kl. 10:52
Alltaf í vinnunni! En einmitt Guðrún - þetta á við um svo margt, sennilega allt nýtt sem við mætum.
Halldóra Halldórsdóttir, 13.10.2007 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.