Dean fór norður fyrir

Dean - sem var stormur en er nú að verða að fellibyl á hæsta stigi - tók á sig sveig framhjá Barbados. Ákveðnar raddir hér heima herma að hann hafi ekki lagt í að mæta hinni smágerðu HF. Hún segir að þetta hafi verið eins og venjulegt íslenskt veður - rok og rigning.

En nú er það ekki lengur venjulegt veður hér - var að koma úr bænum af Menningardegi og það er með endæmum fallegt borgarlífið. Gat ekki annað en hlegið - þarna var harmonikkuhljómsveit að spila fjöruga dansa og engum spilaranna stökk bros á vör. Það var eins og þau væru í jarðaför - flestir hlustendur líka. En margir fætur slógu taktinn - það var eins og allt fjörið væri vandlega falið innra með mannskapnum og næði ekki að brjótast út. Enda allir bláedrú í sólskininu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband