Hvenær dó lággjaldaflugið?
17.8.2007 | 22:57
Getur það verið að flug til Berlínar hafi hækkað um helming á tæpum 6 mánuðum? Síðastliðinn mars flaug ég fyrir tæpar 30 þúsundir, nú finn ég ekkert undir 56 þúsundum, á hvorugu flugfélaginu. Hvað varð um lággjaldaflugið sem átti að breyta skilyrðum okkar íslendinga spyr ég. Það er ekki eins og við höfum um aðra ferðamöguleika að velja.
Athugasemdir
Komdu bara með mér í Norrænu, þú lendir í danmörku og ég skutla þér yfir til Berlínar...ekki málið...ég fer 5sept
Garún, 17.8.2007 kl. 22:59
Hefur það ekki breyst síðan Flugleiðir keyptu hlut í Express. Það er náttúrulega fáránlegt að stærsta og eina millilandaflugfélag á landinu meigi kaupa hlut í samkeppninni. Það bíður ekki upp á góða hluti.
Ómar Örn Hauksson, 17.8.2007 kl. 23:00
Heyrðu Garún! Skínandi hugmynd. En ég þarf að komast aftur til baka - verð bara 3 daga í Berlín.
Halldóra Halldórsdóttir, 17.8.2007 kl. 23:06
Dóra mín dónt worrý -
Garún sér um sína, dagur til eða frá ....
en annars hvaða erindi á maður til Berlínar annað en að fá far með Garúnu ???
diana (IP-tala skráð) 18.8.2007 kl. 00:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.