Framhald...

Fréttablaðið heldur áfram að koma í póstkassann. Hef ekki til þessa verið nógu vakandi til að fylgjast með þegar blaðaútburðurinn fer fram. Spurning hvort ég fer að sitja fyrir viðkomandi og stökkva fram með látum og hræða útburðinn þannig að hann forðist mig í framtíðinni - eða mér datt líka í hug að safna saman hlassi af Fréttablaðinu og dumpa því við við útidyrnar á dagblaðinu. Eða verið með fötu af vatni sem ég helli yfir útburðinn - það dugar á ketti. Gæti farið svo að ég yrði kærð fyrir ofsóknir - annað hvort af útburðinum eða Fréttablaðinu. Það blundar í mér dálítill uppreisnarseggur finn ég. Alla vega er ég ekki sátt við að þröngvað sé upp á mig því sem ég vil ekki, grundvallaratriði að fá að velja sjálf.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Álfhóll

Elsku Dóra mín,

Góðar hugmyndir hjá þér í stríði þínu við Fréttablað og blaðbera. Dettur  í hug að það mætti nota þær á verðugri andstæðinga. Held við þurfum að næra uppreisnarsegginn í þér betur í vinnunni. 

Samstarfskona þín

Álfhóll, 4.6.2007 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband