Berlín
24.3.2007 | 01:15
Fór í helgarferđ til Berlínar um síđustu helgi og gisti hjá vinkonu ţar. Viđ komum víđa viđ ţessa ţrjá daga. Fyrst er ađ telja heimildarmynd um Alpahornin Svissnesku og jóđliđ. Hornin eru 3 - 4 metra löng. Ég vissi ekki ađ ţađ gilda ströng lög um hvernig má blása í ţau, og hvernig má jóđla. En ţetta er fúlasta alvara hjá ţeim.
Síđan fórum viđ á dásamlega kammertónleika, stjórnandinn var sérlega léttur í lund viđ ađ stjórna Beethoven verki - svo léttur ađ hann ţeytti stjórnpinnanum tvisvar út í loftiđ og eltist viđ hann út í sal. Vinkonu minni var ekki skemmt - fannst ţetta léttúđug hegđun - en mér fannst ţetta bráđfyndiđ.
Viđ sáum sýningu á Tíbeskum verđmćtum úr fórum Dalai Lama m.a. Ekki fylgdi sögunni hvort hann (eđa Tíbetar) hafi samţykkti ţađ ađ Kínverskir ráđamenn senda ţessa hluti frá Potala höllinni í Lhasa, og ţeir hafa örugglega ekki veriđ spurđir - en ţarna var til sýnis gullin hempa hans skrýdd gimsteinum. Margar fornar gullnar styttur af andlegum meisturum ţeirra. Kínverjar eru sennilega ađ byggja menningabrýr og reyna ađ laga ásýnd sína. Barátta Tíbeta fyrir sjálfrćđi fćr mikinn stuđning í Ţýskalandi.
Voriđ er rétt ađ sýna sig í Berlín mánuđi á undan áćtlun - eitt og eitt tré í blóma. Gott ađ komast af klakanum og í menninguna í útlöndum af og til. Sötra gott kaffi úti á kaffihúsastétt.
Athugasemdir
Já ţađ var ljótt hvernig Kínverjar gengu fram í Tíbet á sínum tíma og auđvitađ eiga ţeir ađ skila bćđi landi og menningararfi.
Thelma Ásdísardóttir, 24.3.2007 kl. 10:47
Ps.fékk einhver stjórnandapinnann í hausinn? :)
Thelma Ásdísardóttir, 24.3.2007 kl. 10:47
Nei - enginn skađi varđ en óneitanlega fór kliđur um salinn.
Halldóra Halldórsdóttir, 24.3.2007 kl. 14:48
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.