Að vera án sjónvarps og uppgötva útvarp.
27.2.2007 | 00:55
Vegna óheppilegrar tímasetningar minnar á beiðni um þjónustu hjá Símanum um að taka sjónvarpssendingar í gegnum ADSLið hefur verið sjónvarpslaust hér í 10 daga. Loftnetið á þakinu var ryðgað sundur og loftnetsmaðurinn neitaði að selja mér nýtt loftnet þar sem móttökuskilyrðin eru svo léleg. Það er ástæða til að staldra við það - ekki oft sem svona skínandi heiðarleiki verður á vegi manns. En fráhvarfseinkennin sögðu fljótt til sín. Skjárinn hefur verið sem símalandi gestur í stofuhorninu árum - ef ekki áratugum saman. En það fannst fljótt lækning við þvi - BBC7 útvarpið í gegnum tölvuna. Þar er ótrúlegt úrval af gömlu og nýju útvarpsefni - það elsta frá 1949 - alveg dásamleg dagskrá. Vildi bara vekja athygli á þessari skemmtun sem er engu lík að gæðum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.