Ekki verður hafið lífvana.

Það virðist vera að loftslagsbreytingar séu óumflýjanlegar og hraðar og nú þegar farnar að hafa áhrif á hvaða fiskitegundir koma inn á fiskimiðin og hvernig lífríkið mun hagar sér. Er ekki deginum ljósara að aðrar nytjategundir hljóti að koma þá í staðinn fyrir þær sem fara annað? Ekki verður hafið í kringum landið autt og líflaust.

Nú er sem sagt rétti tíminn til að kanna hvaða fiskitegundir munu venja komur sínar hingað og aðlaga veiðar, vinnslu og markaðsetningu og taka breytingunum með jákvæðum hætti. Ég efast ekki um að íslenskir athafnamenn munu fljótt átta sig á því hvernig sé arðbærast að bregðast við breyttum aðstæðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband