Það nálgast...
16.12.2007 | 12:53
Les í Guardian í dag að sköpunarsinnar eru að leita að lóð í Englandi fyrir kristinn þema garð, líkan þeim sem er nú búið að opna í Florida. Ríkir menn eru orðnir hræddir um að unga kynslóðin sé að fara í hundana og lausnin er að ráðast að þróunarkenningunni. Garðurinn á sem sagt að leiða fólk í allan sannleikann um að Guð skapaði heiminn á einni viku.
Dæmigerð óttaviðbrögð - þegar óttinn og vanmátturinn tekur völdin verðum við ofur-íhaldssöm.
http://observer.guardian.co.uk/uk_news/story/0,,2228201,00.html
Önnur frétt frá Englandi er ógnvænleg, allur sá fjöldi barna sem gera alvarlegar sjálfsvígstilraunir, yfir 4000 börn undir 14 ára aldri á einu ári.
"The fact that a believer is happier than a skeptic is no more to the point than the fact that a drunken man is happier than a sober one."
George Bernard Shaw, Irish-born English playwright (1856-1950).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barnaskapur
14.12.2007 | 20:03
Það sem fauk í mig um daginn er rokið úr mér enda er ég komin með endurnýjað bílastæðakort í bílrúðuna. Þar var mér sagt að nú gæti ég bara tekið upp tólið og hringt til að endurnýja... geri það að ári.
Annað sem gerir mig létta í lund í dag er að heimsókn til tannlæknisins er yfirstaðin. Það er með ólíkindum hvað óttinn við tannlækna er inngróinn - það fylgdi því enginn sársauki og varla óþægindi að setjast í stólinn í dag. En ég er barn sem gekk í Austurbæjarskólann þegar Týra tönn var þar að gera við tennur í börnum. Þvílík skelfing! Ég man að stundum var ég send með miða heim eftir tannskoðun þar sem foreldrum minum var ráðlagt að fara með mig til tannlæknis - ég afhenti þeim aldrei miðana. Síðan skemmdust bara tennurnar án vitundar foreldranna og auðvitað varð allt miklu verra þegar loksins komst upp um hugleysi mitt. Hryllingur. Ég er óskaplega hrifin af því hversu tannlækningum hefur fleygt fram. Tannlæknirinn minn fékk langdregnar lýsingar á því hversu viðkvæm ég væri fyrst þegar ég fór til hennar og fékk strax traust á henni þegar hún sagði mér að hún hafi farið að læra tannlækningar til að vinna á eigin ótta. Annað sem hún sagðist hafa verið hrædd við voru hundar - svo að hún fékk sér hund. Snilld!
Ég er barnalega stolt af mér að vera búin að fara til tannlæknis.
Thirty-five is when you finally get your head together and your body starts falling apart.
Caryn Leschen
I try to take one day at a time -- but sometimes several days attack me at once.
Jennifer Unlimited-
If you can't be a good example -- then you'll just have to be a horrible warning.
Catherine-
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Urrrrrrrrrrrrr
8.12.2007 | 14:14
Það er freistandi að láta ergelsi sitt flakka á svona vettvangi - enda allar líkur á að aðrir borgarar hafi svipaðar reynslusögur í fórum sínum. Það var sem sagt í gær að ég áttaði mig á það bílastæðakortið mitt er útrunnið. Fékk reyndar vinsamlegan miða frá bílatæðavörðum, sem minntu mig á þetta. Eða minntu bílinn á það.
Ég hentist af stað til að leiðrétta þetta - og varð strax pitrruð á því að skrifstofa Bílastæðasjóðs er til húsa á einum versta stað í borginni hvað bílastæði varðar, neðarlega á Hverfisgötunni. Þegar inn var komið kom í ljós að ég þurfti að fá þar umsóknareyðublað, fara með það heim því að ég var ekki með upplýsingarnar á mér sem vantaði, skila því inn eftir helgina og síðan tekur það viku að fá það afhent. Á meðan mun ég sennilega borga straum af sektum þar sem ég bý og starfa á þannig svæðum.
Hvers vegna er ekki mögulegt að framkvæma þessa örlitlu aðgerð á netinu? Urrrrrrr. Þetta eru ekki ítarlegar eða flóknar upplýsingar sem þarf að skila inn og allt er þetta hvort eð er til í tölvukerfum stofnananna.
"The best team for operating a computer system consists of a man and a dog. The dog's job is to keep the man away from the system".
Roy Maxion
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pottakarlar - taka tvö
5.12.2007 | 17:32
Aftur stödd í heita pottinum í friði og ró.
Upphefst þá hávært samtal tveggja eldri karla sem sitja andspænis hver öðrum - eins langt frá hver öðrum og þeir komast. Það voru ekki fleiri en við þrjú í pottinum.
"Það er aldeilis þetta með FL group - bara milljarða tap" - hrópar annar.
"Og lífeyrissjóðirnir tapa milljónum á þessu" - kallar hinn á móti.
Ég ákvað að sitja ekki undir þessu þegjandi og segi, "er ekki þjóðráð að þið sitjið hlið við hlið í þessu samtali? Bara upp á rólegheitin". Passaði mig á að vera prúð.
"Nú - það er bara sona" segir annar snúðugt eftir smáþögn. Hann ætlaði að halda áfram að kalla yfir pottinn en hinn sagði þá "suss suss, við höfum of hátt". Þeir fluttu sig og settust hlið við hlið og héldu áfram sínu tali.
Allt annað líf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Trú og/eða siðir
1.12.2007 | 14:37
Kröftug og stundum óvægin umræða á blogginu um trú, trúboð í skólum og siðmennt fær mig til að skoða minn hug - en það er eitt af því sem ég kann að meta við þennan miðil.
Ég komst að þeirri niðurstöðu fyrir margt löngu að sú kristni sem mér var boðuð í æsku fjallaði nær eingöngu um feður og syni og heilaga anda - ekki um mæður og stelpur eins og mig. Ég var eins konar boðflenna í þessu samkvæmi. Nú - þá fór ég að leita eftir samfélagi sem bauð mig velkomna og skoðaði margt. Fann mér ekki samastað í neinum skipulögðum trúarbrögðum en viðaði að mér því sem hjarta mitt er sátt við. Það heitir ekkert sérstakt en er mitt leiðarljós í samskiptum við lífið. Þannig vil ég hafa það.
Jólin eru mér kær - þá er ljós sólarinnar að snúa til baka á þessum norðlægu slóðum. Sígrænt greni er tákn þess að lífið er ekki horfið, það kemur aftur eftir myrkur og kulda. Kærleikur til manna er lífvænlegri afstaða heldur en hatur og tortryggni - þetta gengur allt upp fyrir mér.
Trú þýðir að taka inn boðskap að utan og samþykkja hann, þannig verða til skipulögð trúarbrögð. Oftast boðskap sem misvitrir menn hafa túlkað upp úr gömlum handritum. Úr því hafa orðið til siðir og venjur og söfnuðir sem ófust inn í vef samfélagsins og stofnanir þess. En heimurinn tekur örum breytingum þessi árin og við virðumst vera illa í stakk búin til að taka á móti öðruvísi siðum og venjum, ekkert undarlegt við það heldur enda er íhaldssemin ein birtingamyndin á ótta við að vera að missa eitthvað. Við vitum kannski ekki alltaf hvað við gætum verið að missa - en þetta eru skiljanleg óttaviðbrögð. Sennilega er þá best að kynna sér eins vel og hægt er hvað þetta nýja er. Besta leiðin til að yfirstíga óttann er að mæta honum. Svo er aldrei að vita nema þetta nýja geri líf okkar betra.
"It is fear that first brought Gods into the world."
Gallus Petronius, Roman courtier and wit (1st cent.).
"Men become civilized, not in proportion to their willingness to believe, but in proportion to their readiness to doubt."
"H.L." Mencken, American editor and critic (1880-1956).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sérhæfing er fyrir skordýr
26.11.2007 | 00:12
Ég var að hugsa um allar þessar aðgreiningar og aðskilnaði og sérhæfingar sem við höfum komið okkur í. Fór að hugsa; hvers vegna er eldra fólkið í aðgreindum hólfum (elliheimilum), börnin í öðrum sérstökum hólfum (leikskólar og skólar) o.s.frv. Hvernig væri að fólk gæti tekið börnin með sér í vinnuna, þar væru útbúnar aðstæður til að þau gætu notið sín. Minni einingar þar sem mæður með börn á brjósti gætu stundað vinnuna sína og foreldrar og börn gætu hist yfir daginn og haldið þannig tengslunum sín á milli. Þannig mundi foreldrar vera minna stressaðir og kvíðnir - minni tími færi í að skreppa úr vinnunni vegna þarfa barnanna. Börnin væru ekki í burtu frá foreldrum sínum heilu dagana.
Það eru til vinnustaðir sem eru farnir að gera fólki kleyft að hafa hunda sína með sér í vinnuna - vel upp alda hunda auðvitað.
A human being should be able to change a diaper, plan an invasion, butcher a hog, con a ship, design a building, write a sonnet, balance accounts, build a wall, set a bone, comfort the dying, take orders, give orders, cooperate, act alone, solve equations, analyse a new problem, pitch manure, program a computer, cook a tasty meal, fight efficiently, die gallantly. Specialization is for insects.
R.A Heinlein Notebook of Lazarus Long
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Engin rök
20.11.2007 | 19:20
Nú hafa Japanir hafið að veiða hvali aftur og sú skýring að þeir séu á vísindaveiðum verður sífellt glærari. Það veldur mér mikilli depurð, ef ekki sorg. Ég vil ekki að við á Íslandi veiðum hvali. Engin rök - engar skýringar fylgja þessari skoðun minni. Mér finnst það bara rangt.
If you make people think they're thinking, they'll love you; but if you really make them think, they'll hate you.
Don Marquis
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þjónar eða dónar
16.11.2007 | 21:45
Hvenær var starfsheitinu breytt úr lögregluþjónar í lögreglan - eða lögreglumaður/kona? Eftir vel heppnaða ferð í Hveragerði og þaðan í humarveislu í Fjöruborðinu vorum við vinkonurnar að aka í bæinn í kvöld i myrkri og dumbungi. Skyndilega voru blikkandi blá ljós fyrir framan okkur og eitthvað öngþveiti. Lögregluþjónn kom hlaupandi að og spurði með þjósti hvort við værum að reyna að troða okkur framhjá mótorhjólinu. Nei, reyndar ekki - en hvernig áttum við þá að komast í bæinn? Nú - hann var óskaplega pirraður á okkur og benti með ólund á hjáleiðina sem þeir voru að beina bílum að fara - enda kom í ljós að slys hafði orðið við afleggjarann að Heiðmörk.
Þá kom þessi spurning upp í kollinn á mér, hvenær hættu þau hjá lögreglunni að vera þjónar fólksins? Þetta var algjörlega óþarfur ruddaskapur hjá þessum lögregluþjóni - ef hann er ólukkulegur í þessu starfi sem kallar á að vera stundum staddur uppi á heiði í sudda og myrkri að leiða bílalest í óvæntan farveg - þá er það algjörlega hans mál.
Work is love made visible. And if you cannot work with love but only distaste, it is better that you should leave your work and sit at the gate of the temple and take alms of those who work with joy.
Kahlil Gibran. The Prophet. On Work.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Loksins!
14.11.2007 | 16:22
Nú finnst mér ég ekki vera eini sérvitringurinn í bænum lengur varðandi þetta óumbeðna pappírsflóð sem ég var orðin leið á að blogga um. Það hefur sem sagt verið áframhaldandi vesen hjá mér þar til undanfarið - þá var staflinn af blautum Fréttablöðum við útidyrnar hjá mér sennilega farnar að vekja athygli blaðburðafólks - ekki aðeins vakið upp spurningar hjá nágrönnunum - og það hefur ekki komið óumbeðið blað í póstkassann í heila viku. Mér finnst ég ekki eiga neina ábyrgð á því að einhver fyrirtæki úti í bæ ákveði að troða inn á mig sínu efni.
Fékk sömu svör á pósthúsinu þegar ég vildi fá miða sem vísar frípósti frá póstkassanum mínum. Kannski ekki löglegt! Er það löglegt að troða hverju sem er í minn póstkassa og gera mig síðan ábyrga fyrir því? Þvílík rökleysa.
Leitað leiða til að draga úr blaðaúrgangi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Línurnar skýrast óðum
7.11.2007 | 20:34
Ég man vel eftir því þegar bankarnir voru að selja þjóðinni hugmyndina um að húsnæðislánin væru miklu betur komin í höndum þeirra heldur en Íbúðalánasjóðs - það var 2004 minnir mig. Svo væri líka svo óréttlátt að meina þeim að bjóða landanum miklu betri lán á miklu betri kjörum heldur en ríkið væri að bjóða. Einmitt. Svo væri samkeppnin á milli bankanna svo miklu heilbrigðari heldur en einokun ríkisins. Einmitt.
Stjórnmálamenn og konur þurfa nú að eflast og styrkjast á öllum sviðum - nú eru línurnar á milli nýju peningaveldanna annars vegar og kjörinna fulltrúa fólksins hins vegar óðum að skýrast. Stjórnmálamenn þurfa í vaxandi mæli að vera vakandi og standa vörð um réttindi okkar andspænis peningaöflum, bönkum og fyrirtækjum, sem hafa eingöngu skyldur gagnvart hluthöfum sinum og eigendum.
Annað - við krefjumst stöðugt ódýrari vöru og þjónustu en þær kröfur hljóta að hafa í för með sér lélegri vörur og lélegri þjónustu. Liggur í augum uppi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)