Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Þeir sem opnuðu hliðið bera ábyrgðina

Mér er svo ofboðslega misboðið. Nú leggja þingmenn og ráðherrar nótt við dag að finna nothæfa leið út úr þessu andsk... ástandi á meðan skuggaverur læðast með veggjum, innanlands og utan, innanflokka og utan. Reiðust er ég enn þeim illa upplýstu og vanhæfu mönnum sem voru upphafið að þessu - þeir stjórnmálamenn sem lögðu leikreglurnar og hleyptu þessum gráðugu úlfum út úr viðeigandi girðingum. Þeir áttu að sjá það fyrir (og voru á háum launum við það) að þegar þeir slepptu bönkunum lausum hér um árið mundi skriðan fara af stað - og að þeir sem væru kaldastir og best tengdir mundu æða af stað. Þeir fá vonandi makleg málagjöld sem eiga það skilið en ráðamenn sem opnuðu bankana fyrir þeim bera mesta ábyrgð. Hvað gerum við við þá?

Yfirgengilegt

40 þúsund manns keyptu 70 þúsund bíla - nánast tveir bílar á mann. Mér er orðavant.

Sighvatur Björgvinsson skrifar í vísi.is:
Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðherra og íslenskra bílalánafyrirtækja festu 40 þúsund Íslendingar kaup á 70 þúsund bifreiðum með því að nýta sér milligöngu íslenskra banka til þess að slá jafnvirði 115 þúsund milljóna króna lán fyrir kaupunum frá breskum, hollenskum, þýskum, japönskum og svissneskum almenningi. Erlendir viðmælendur spyrja í forundran: „Er þetta svo? Gátu 40 þúsund Íslendingar labbað sig inn í íslenska banka og fengið lán í erlendum gjaldeyri til þess að kaupa bíla? Gerðu menn þetta virkilega?" Já, menn gerðu það virkilega. 40 þúsund einstaklingar meðal 320 þúsund manna þjóðar séu allir þegnarnir með taldir, reifabörn jafnt sem gamalmenni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband