Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009
Þeir sem opnuðu hliðið bera ábyrgðina
23.7.2009 | 20:50
Yfirgengilegt
3.7.2009 | 12:49
40 þúsund manns keyptu 70 þúsund bíla - nánast tveir bílar á mann. Mér er orðavant.
Sighvatur Björgvinsson skrifar í vísi.is:
Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðherra og íslenskra bílalánafyrirtækja festu 40 þúsund Íslendingar kaup á 70 þúsund bifreiðum með því að nýta sér milligöngu íslenskra banka til þess að slá jafnvirði 115 þúsund milljóna króna lán fyrir kaupunum frá breskum, hollenskum, þýskum, japönskum og svissneskum almenningi. Erlendir viðmælendur spyrja í forundran: Er þetta svo? Gátu 40 þúsund Íslendingar labbað sig inn í íslenska banka og fengið lán í erlendum gjaldeyri til þess að kaupa bíla? Gerðu menn þetta virkilega?" Já, menn gerðu það virkilega. 40 þúsund einstaklingar meðal 320 þúsund manna þjóðar séu allir þegnarnir með taldir, reifabörn jafnt sem gamalmenni.