Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006

Hvernig ætli það sé...

.. að tilheyra þeim helmingi mannkyns sem þarf EKKI að huga að því sérstaklega að passa sig á því að ganga einar um göturnar? Hvernig tilfinning er það að þurfa EKKI að fá vini sína til að fylgja sér heim eftir pöbbinn á kvöldin. Þegar ég set mig í þær aðstæður í huganum að þurfa EKKERT að láta það hvarfla að mér að ég komist ekki heilu og höldnu heim að kvöldi, þá finn ég hversu raunveruleg forréttindin eru sem karlar búa við - einungis vegna þess að þeir eru ekki konur.

BBC WORLD SERVICE fórnað vegna Kanans.

Hvað gengur Norðurljósum og Jakobi Frímanni Magnússyni til? Þessi molbúaháttur er óþolandi.
BBC World Service útvarpsstöðin hefur verið aðgengileg hér á landi, eins og í öðrum heimshlutum, og er merkisberi fyrir frábæran fréttaflutning. Heimsþjónusta er réttnefni, þar berast upplýsingar og menning frá öllum heimshornum - og ítarlegar fréttaskýringar í flóknum heimi. Viðtöl við fólk - tónlist og menning sem annars væri erfitt að hafa aðgang að. Sem sagt, útvarpsefni sem er ljósárum á undan því sem gengur og gerist hér á landi.

Mér skilst að Norðurljós noti bylgjulengdina sem BBC var á til að auglýsa nýja íslenska tónlist fyrir jólin - eins og það sé brýn þörf fyrir enn eina síbylgjurásina. Hvernig væri að kanna hversu margir hlustendur, íslenskir og erlendir, vilja hlusta á útvarp í algjörum sérflokki eins og BBC áður en svona gerræðisleg ákvörðun er tekin?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband