Hugrekki ríkisstjórnar óskast
27.9.2009 | 15:39
Hættum þessari meðvirkni strax. Að ég og mínir eigi að borga þær skuldir sem eigendur Icesave stofnuðu til er ólíðanlegt. Ég hef ekki verið í neinum viðskiptum við Landsbankann né tekið ákvarðanir fyrir hans hönd. Er ekki stutt síðan að ábekingar voru aflagðir? Er ekki nýlega búið að breyta því að ef einstaklingur fer ógætilega þá séu þeir sem skrifuðu uppá hjá honum gerðir fallítt og missi heimilin sín? Þetta er sama ranglætið sem verið er að halda að okkur. Sá tími er liðinn að foreldrar og fjölskylda séu gerð ábyrg fyrir fjármálagjörningum fákunnandi eða kærulauss einstaklings.
Nú óska ég eftir hugrekki ríkisstjórnarinnar til að fara að hugsa um hag okkar hér heima en ekki vera að leita með logandi ljósi eftir lausnum fyrir þegna annarra landa. Auðvitað er vont til þess að hugsa að íslenskur banki hafi farið svona illa að ráði sínu en meðvirknin má ekki fá að ráða ferðinni. Og þótt að við skömmumst okkar fyrir fyllirísóráðsíuna hjá þeim - þá vita allir sem þekkja til sýkinnar að það versta er að fara að redda þeim út úr vandanum sem þeir hafa komið sér og öðrum í.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega. Ég skammast mín fyrir þá! En ég ætla ekki að borga krónu...bara alls ekki
Garún, 28.9.2009 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.