Opnum landið

Drottinn minn dýri! Oft var þörf en nú er nauðsyn á því að opna þetta örríki okkar fyrir nýju utanaðkomandi fólki. Er að verða úrkula vonar um að við getum rifið okkur úr greipum gamalla kerfa og einstaklinga sem finnst þeir eiga fæðingarétt á að stjórna öllu hér sem skiptir máli. Gleðst þess vegna yfir því að MP banki er að fá norðmann inn sem fjárfesti. Meira svona.

Þessi ótti við útlendinga er óhollur - það er ekki eins og íslendingar séu allir svo voðalega þjóðhollir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er jákvætt og frábært viðhorf hjá þér Halldóra. Mér finnst eins og þérað hin svokallaða þjóðhollusta hefi snúist upp í andhverfu sína og  gangi fyrst og fremst út að að einangra okkur enn frekar. Takk fyrir þetta innlegg hér á bloggið

Hólmfríður Bjarnadóttir, 23.9.2009 kl. 00:33

2 Smámynd: Garún

Nákvæmlega.  Eigum við ekki bara að fá LÝSI til að stjórna bönkunum eða íslensku kindina.  Stundum erum við svo miklir volbúar að ég fæ hroll.  Það er í lagi að útlendingur afgreiði mig á kaffihúsi eða færi mér mat á sjúkrahúsinu en ef hann ætlar að gera eitthvað stærra þá dreg ég línuna!  Geðveikur þjóðarhroki alltaf hreint! 

Garún, 23.9.2009 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband