Að hafa stjórnina er heilsufarsmál

Þessi merkilega tilraun var gerð fyrir rúmum 30 árum á elliheimili nokkru. “PERSONAL POWER AND CONTROL CAN MAKE YOU HAPPIER AND HEALTHIER” http://my.opera.com/nephronjga/blog/

Þótt ótrúlegt megi virðast hefur niðurstaða rannsóknarinnar ekki orðið til þess að bylta starfsháttum elliheimila að ráði, þó er þetta sáraeinfalt. Þegar einstaklingur fékk að stjórna því hvernig pottaplöntu hann vildi hafa hjá sér og skilaboð um að plantan var á hans ábyrgð - þá hafði hann betri heilsu og lifði lengur en sá sem fékk afhenta plöntu og var sagt að starfsfólkið mundi sjá um hana. (mikil einföldun mín).

Þetta varpar ljósi á mjög margt - hversu stjórn á eigin lífi er gríðarlega mikilvæg andlegri og líkamlegri heilsu og vellíðan og hversu afdrifaríkt það getur verið að missa þessa stjórn. Margt kemur í hugann - fangelsisvist, gjaldþrot, heilusbrestur, að búa við ofbeldi.

Má segja að margir íslendingar séu nú að finna á eigin skinni hvernig það er að hafa ekki stjórn á jafn mikilvægu sviðið og eigin fjármálum og afkomu og framtíð. Og hversu góð tilfinningin var að ryðjast niður að Alþingi í vetur og sýna mátt okkar og megin í hruninu. Vanmátturinn er óþolandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband