Um árangursríkar meðferðir

Mér varð hugsað til þeirra mörgu og misvísandi skoðana sem hagfræðingar og aðrir sérfræðingar í peningamálum lýsa yfir þessi misserin. Það er nóg til að rugla mig og sennilega flesta sem eru ekki innvígðir í þessi fræði algjörlega í ríminu. Eftir stendur mannskapurinn ergilegur og hræddur, tilbúinn til að hlaupa ýmist til vinstri eða hægri - og síðan aftur til vinstri. Og er oft ansi orðljótur. Ekki að furða að allt samfélagið standi í ljósum logum.

Þá mundi ég eftir að sálfræðikenningar eru jafn margar ef ekki fleiri en hagfræðinga - og áhangendur hverrar kenningar eru jafnsannfærðir um ágæti eigin kenninga og hagfræðingarnir eru í sínum fræðum. Ég rakst á þessa grein.

The theraputic relationship is the most important ingredient in successful therapy.

Eftir Richard A. Singer.

Í greininni tekur hann fram 5 atriðið sem þerapistinn þarf að tileinka sér og sem eru grundvöllur þess að meðferðin skili árangri.

1. Therapist’s genuineness within the helping relationship.

2. Unconditional positive regard 

3. Empathy

4. Shared agreement on goals in therapy

5. Integrate humor in the relationship

http://www.selfgrowth.com/articles/Singer7.html

Það er sem sagt ekki kunnátta eða fjöldi titla sem gera góðan þerapista. Allt það er gott og gilt og gerir þerapistann glaðari og færir honum hærri laun og meiri virðingu en gerir hann ekki endilega góðan þerapista. Er hægt að nota þessa samlíkingu í raunum okkar nú? Kannski skiptir ekki öllu máli hvaða hagfræðikenning verður ofaná í samfélaginu - hvaða aðferð verður fyrir valinu í endurreisn efnahagskerfisins, enda virðast skoðanir í þeim geira líkjast meira trúarkenningum en vísindum. En hvað gerum við landsmenn á meðan? Sting uppá að við skoðum hvort við getum tileinkað okkur;

1. að vera ekta í samskiptum við náungann

2. skilyrðislaus jákvæð viðhorf til hvors annars

3. samhyggð

4. finna og vinna að sameiginlegum markmiðum

5. vefja kímni inn í samskipti okkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband