Þeir sem opnuðu hliðið bera ábyrgðina
23.7.2009 | 20:50
Mér er svo ofboðslega misboðið. Nú leggja þingmenn og ráðherrar nótt við dag að finna nothæfa leið út úr þessu andsk... ástandi á meðan skuggaverur læðast með veggjum, innanlands og utan, innanflokka og utan. Reiðust er ég enn þeim illa upplýstu og vanhæfu mönnum sem voru upphafið að þessu - þeir stjórnmálamenn sem lögðu leikreglurnar og hleyptu þessum gráðugu úlfum út úr viðeigandi girðingum. Þeir áttu að sjá það fyrir (og voru á háum launum við það) að þegar þeir slepptu bönkunum lausum hér um árið mundi skriðan fara af stað - og að þeir sem væru kaldastir og best tengdir mundu æða af stað. Þeir fá vonandi makleg málagjöld sem eiga það skilið en ráðamenn sem opnuðu bankana fyrir þeim bera mesta ábyrgð. Hvað gerum við við þá?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er allt saman Svavari Gestsyni að kenna ,,,,,,og málið er dautt.
hörður halldórss.. (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.