Yfirgengilegt

40 þúsund manns keyptu 70 þúsund bíla - nánast tveir bílar á mann. Mér er orðavant.

Sighvatur Björgvinsson skrifar í vísi.is:
Samkvæmt upplýsingum viðskiptaráðherra og íslenskra bílalánafyrirtækja festu 40 þúsund Íslendingar kaup á 70 þúsund bifreiðum með því að nýta sér milligöngu íslenskra banka til þess að slá jafnvirði 115 þúsund milljóna króna lán fyrir kaupunum frá breskum, hollenskum, þýskum, japönskum og svissneskum almenningi. Erlendir viðmælendur spyrja í forundran: „Er þetta svo? Gátu 40 þúsund Íslendingar labbað sig inn í íslenska banka og fengið lán í erlendum gjaldeyri til þess að kaupa bíla? Gerðu menn þetta virkilega?" Já, menn gerðu það virkilega. 40 þúsund einstaklingar meðal 320 þúsund manna þjóðar séu allir þegnarnir með taldir, reifabörn jafnt sem gamalmenni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nefnilega það.  Þarf kannski að hafa í huga þegar þjóðin hrópar sem hæst: "Ekki mér að kenna!".  Ég þykist samt vita að þú og margir aðrir grandvarir landar hafi ekki verið í neinu sukki.

Ég var á landinu nýlega - einsog þú veist- og enn og aftur varð mér starsýnt á þann fjölda glæsibygginga sem sprottið hafa upp á síðustu árum.  Einhvers staðar frá koma þeir peningar.

Björg Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 10:41

2 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Þetta byggingar-æði var allt keyrt á lántökum - það er enginn að segja að þetta séu greidd verk. Verst hvað ég er ósátt við arkitektúrinn á flestum byggingunum. Svo mun þetta standa í eilífðartíma. Í Las Vegas er þeim ekkert annt um byggingar sínar - þar er byggt og síðan nokkrum árum seinna er það rifið og byggt nýtt.

Halldóra Halldórsdóttir, 4.7.2009 kl. 10:51

3 identicon

Nei, það er ekki margt líkt með Borgartúninu og Las Vegas.  Alla vega ekki á yfirborðinu.  hmmm

Björg Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband