Æji - lélegt og lágkúrulegt

Nú heiglast ráðherrar og forseti vor á að hitta Dalai Lama. Einhverjir hagsmunaárekstrar eru að baki líklega - eða erum við íslendingar virkilega undir hælnum á kínverjum? Eru svona stórir fjárhagslegir hagsmunir í húfi fyrir gjaldþrota ör-ríki? Eða væri það virkilega, raunverulega "hættulegt" að gera þeim á móti skapi? Þetta vekur grunsemdir.

Það er nú verið að minnast þess hvernig íslenska ríkið tók á móti Falun Gong fólki um árið - það var hræðilega skammarlegt. Er það svona sem varnarlaus (herlaus) þjóð telur sig þurfa að mæta ofbeldisfullri risaþjóð sem verður sífellt meira herveldi með hverju ári? Er þetta dæmi um hversu berskjölduð við erum í stórum köldum heimi - svona alein? Ókey - við tilheyrum Nató sem minnir á sig með tilsjónarflugi af og til - en tilfinningin er nú samt sú að vera berskjölduð í hörðum heimi.

Ekki mikil reisn yfir okkur núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband