Það sem ég man...
10.5.2009 | 19:47
Það er stundum þannig að eitthvað situr eftir í vitundinni sem er þess virði að muna. Hjá mér er eitt slíkt atvik mér í ljósu minni. Guðjón (minnir mig, en man ekki föðurnafnið), ungur maður sem var í framvarðasveit þeirra sem barðist fyrir því að ná íbúðarlánunum út úr Íbúðalánasjóði og inn í bankana, sat í Kastljósi og sór og sárt við lagði að það væri það eina rétta - bankarnir mundu lána á miklu betri kjörum. Og það væri fullkomlega óviðeigandi að ríkið væri að vasast í þessu - allt út á hinn frjálsa markað. Einmitt.
Annað man ég líka ljóslega. Þeagar Halldór Ásgrímsson var að berjast fyrir Framsóknarflokkinn (sjálfan sig) og var helsti talsmaður 90 % húsnæðislána. Hvert fór það með okkur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.