BBC WORLD SERVICE fórnað vegna Kanans.

Hvað gengur Norðurljósum og Jakobi Frímanni Magnússyni til? Þessi molbúaháttur er óþolandi.
BBC World Service útvarpsstöðin hefur verið aðgengileg hér á landi, eins og í öðrum heimshlutum, og er merkisberi fyrir frábæran fréttaflutning. Heimsþjónusta er réttnefni, þar berast upplýsingar og menning frá öllum heimshornum - og ítarlegar fréttaskýringar í flóknum heimi. Viðtöl við fólk - tónlist og menning sem annars væri erfitt að hafa aðgang að. Sem sagt, útvarpsefni sem er ljósárum á undan því sem gengur og gerist hér á landi.

Mér skilst að Norðurljós noti bylgjulengdina sem BBC var á til að auglýsa nýja íslenska tónlist fyrir jólin - eins og það sé brýn þörf fyrir enn eina síbylgjurásina. Hvernig væri að kanna hversu margir hlustendur, íslenskir og erlendir, vilja hlusta á útvarp í algjörum sérflokki eins og BBC áður en svona gerræðisleg ákvörðun er tekin?


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband