Þöggunin má ekki takast
8.3.2009 | 11:11
Hér er löng grein um nektardansstaði á Englandi. Þar er karpað um tilveru þeirra eins og hér. Þar vilja konur sem dansa naktar ekki koma fram undir nafni - ekki eins og hér þegar ung hughraust kona sagði sögu sína í Vikunni og ungar hughraustar konur tóku viðtalið við hana. En karlaveldið sá til þess að þær eru þaggaðar niður - enda eru miklir hagsmunir í húfi með þessum síðustu vígjum patríarkísins. Í greininni er því einnig lýst hvernig áhrif svona staðir hafa á konur sem ekki sækja þá - þær hrekjast í burt úr þeim bæjarhlutum því að þeir ógna öryggi þeirra. Og það er stutt í ógnun og ofbeldi gagnvart þeim sem berjast gegn þeim.
Þetta segir "Lucy" í greininni.
"You probably also lie to your family, and your boyfriend, and it affects your relationships. If I had a pretty low opinion of men before I became a lap dancer, it only got worse afterwards. Because you see the worst of men in there."
http://www.guardian.co.uk/lifeandstyle/2009/mar/08/sex-industry-lap-dancing
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.