Já - kaþólskan...

9 ára gömlu stúlkubarni var nauðgað í Brasilíu með þeim afleiðingum að hún gekk með tvíbura. Móðir hennar og læknir, sem sáu til þess að barnið fór í fóstureyðingu, eru bannfærð fyrir vikið. Og Vatikanið í Róm styður prestinn sem útskúfar þau úr kaþólsku kirkjunni. Eina ástæðan fyrir því að barnið er ekki líka bannfært er að hún er of ung.  

Það er ekki auðvelt að ákveða hvar á að byrja - manni verður orðavant. Hvergi í þessum kaþólska heimi fullorðinna karla örlar á því að stúlkan skipti einhverju máli. Ekki að undra að þessi sama kirkja hefur í áratugi sætt ásökunum um að prestar innan hennar misnoti börn - það virðist ekki vera neinn skilningur á velferð barna - hvað þá kvenna.

Enda hvernig ætti það að vera? Karlar sem hafa frá unga aldri lifað í einangruðum heimi kirkjunnar, ekki átt heilbrigð samskipti við konur síðan þeir fóru að heiman frá mömmu, gufa síðan upp innan í prestaskólum og guðsbókum - og fá stöðugt sannanir fyrir því að konur séu ekki guði þóknanlegar, því annars væru konur líka prestar- væntanlega. En Lula forseti brást rétt við.  

http://news.bbc.co.uk/2/hi/americas/7930380.stm 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Kaþólska kirkjan er gamaldags fyrirbæri sem hefði átt að uppfæra fyrir löngu en nú á dögum er réttur kvenna til fóstureyðinga talinn sjálfsagður.

Hilmar Gunnlaugsson, 7.3.2009 kl. 19:33

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Og nú er Páfinn genginn í lið meðbiskupnum í Brasilíu. Skelfing er að vita þá rökleysu og kreddur sem trúarsetningar geta komið inn í höfuð á fólki sem ætla mætti að væru með fulla 5.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.3.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband