Börnin aukaatriði í drama fullorðnna
10.2.2009 | 11:40
Greinilega mikill skaðvaldur þegar foreldrar skilja í illu. En hvað með þau börn sem búa alla sína æsku við hjónaband foreldra sem skilja ekki þótt hjónabandi sé dautt eða svo gott sem? Vantar að rannsaka það líka. Oft eru það vond hjónabönd þar sem andlegt og/eða líkamlegt ofbeldi er til staðar en konan kemst ekki úr því. Mikill misskilningur að halda að það sé hægt að halda börnum utan við það ástand.
Niðurstaðan er sú að í heimi fullorðinna eru börnin afgangs stærð. Átök foreldra - oft með aðkomu annarra fullorðinna aðila s.s. félagsmálayfirvalda, verða aðalatriði en börnin sjást ekki né heyrast í þeim stormum.
Skilnaður skaðar börnin til langs tíma | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mín barnabörn eru svo heppin að búa öll með sínum kynforedrum og enginn skilnaður verið enn sem komið er og verður vonandi ekki.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 11.2.2009 kl. 00:57
Skilnaðir eru alltaf hálfdapurlegir, en geta samt verið upphaf nýrra góðra tíma sem ekki þurfa endilega að vera skaðlegir börnunum. Auðvitað getur oft farið svo að annað foreldrið gerir það sem það getur til að hefnast á fyrrum eiginmanni eða eiginkonu sinni. Oft er þá börnunum beitt sem tilfinningavopni. Það er ljótari leikur en orð fá lýst.
Að hanga í hjónabandi sem er bara hjónaband á yfirborðinu, er fádæma erfitt og etur upp einstaklingana í lokin. Slíkt fer oft illa. Varnaðarmerkin hafa þá blikkað lengi og annað hvort einstaklingarnir ekki í stakk búnir að taka á vandanum af einhverjum orsökum eða hreinlega þeim er sama (svo lengi allt lítur vel út á yfirborðinu). Slíkt samband er oft erfiðara fyrir börnin en foreldrarnir skilja sjálfir. Slíku sambandi er best eytt og lokið.
Baldur Gautur Baldursson, 11.2.2009 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.