Loose cannon?
10.2.2009 | 10:56
Er forsetinn að tala hér fyrir munn stjórnvalda eða er hann lausbeisluð fallbyssukúla? Það renna á mann tvær grímur yfir flestum fréttum þessa dagana - er stjórnleysið að verða algjört? Umsátur um Seðlabankann dag eftir dag - og við erum orðin að athlægi víða um heim. DO minnir helst orðið á Mugabe sem neitar að gefast upp. Fréttir berast frá hagfræðingum og öðrum fjármálagúrúum um að hér sé ýmist allt að falli komið eða að það sé nú orðum aukið.
Það er að koma í ljós mynd af samfélaginu sem er í hrópandi ósamræmi við niðurstöður alþjóðastofnana sem fyrir tveimur árum eða svo lýstu því yfir að Ísland væri allra landa best. Úr háum söðli að detta.
Þjóðverjar fái engar bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.