Verðleikar í stað peninga
4.2.2009 | 23:48
Hvers vegna er gengið út frá því sem gefnu að hæfileikafólk velji sér aðeins störf eftir því hversu mikla peninga það fær? Er upphæðin í launaumslaginu það eina sem gefur lífinu gildi? Það er nú búið að staðfesta það að lífshamingjan felst í tengslum við sína nánustu, í framlaginu sem fólk leggur að mörkum og mannorðinu sem maðurinn vinnur sér inn. Um það bil ein milljón umfram þarfir er viðmiðið - allt umfram það eykur ekki hamingjustuðulinn. Það er engin virðing falin í því að ætla fólki alltaf að það sé metið eftir peningaeign í stað verðleika.
Gæti fælt frá hæfileikafólk | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað er frábært þegar fólk nýtur vinnunnar sinnar, og þessir gaurar gera það örugglega margir. Á hinn bóginn eru þetta líka örugglega mjög erfið og taugatrekkjandi störf, svo það er örugglega stór hópur hæfs fólks sem þyrfti að fá ríkulega umbun fyrir það álag til að slá til.
Ef hluthafarnir vilja ráða til sín einhvern snilling, og eru tilbúnir til að lokka hann / hana til sín með mjög háu kaupi, eigum við þá einhvern rétt á að segja við þau: Nei, þið megið ekki bjóða svona mikið? Þetta eru jú þeirra peningar.
Ætli þetta fari ekki bara eftir því hvernig á málið er litið. Ég held að það sé mikið til í því sem þú segir, að margt fólk forgangsraðar peningum ofar lífsfyllingu. Það er mér eiginlega óskiljanlegt.
Þórarinn Sigurðsson, 5.2.2009 kl. 00:00
Ágætispunktur Þórarinn, ef hluthafarnir vilja lokka til sín snillinga bjóða þeir að sjálfsögðu hærri laun en þetta á bara við fjármálafyrirtæki sem fá opinbera aðstoð. Það telst varla eðlilegt að stjórnendur fyrirtækis sem er að fara á hausinn sem nýtur opinberar aðstoðar fái himinhá laun, hvaða common sense er það?
Alexander (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 00:23
nei, þórarinn. þetta eru ekki þeirra peningar. þeir migu frá sér öllu sínu fé og leituðu til alríkisstjórnarinnar sér til reddingar. þeir fengu næstum því 800 billjón dali í innspýtingu frá skattborgurum. um leið og þeir urðu ríkisstyrktir, var eðlilegt að leggja þeim nokkrar lífsreglur.
mér líst vel á þetta. sá sem ekki fæst til að vinna fyrir minna en hálfa milljón bandaríkjadali árlega er sennilega þegar orðinn of gerspilltur til að koma bönkunum að gagni núna. nú vantar alvörugefnara fólk í fjármálaheiminn.
kveðjur,
--
óskar
oskar holm (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 02:39
Bandaríkin eru um margt afar ólík okkar samfélagi og launamunur þar gríðarlega mikill. Ég fagna því að Obama skuli setja þak á launagreiðslur til fólks sem fær greitt með skattpeningum þegnanna. Gólfið í launagreiðslum í USA er trúlega nokkuð neðarlega og sennilega ekki mjög traust. Vonandi eiga kjör almennra launamanna þar vestra eftir að batna, en þar munu vera æði margar glufur sem full þörf er að fylla í.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.2.2009 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.